Live from the eider colony
Æðarfuglinn hefur um aldir verið einn mesti nytjafugl þjóðarinnar vegna dúnsins sem losnar af bringu kollunnar á varptímanum og hún fóðrar hreiðrið með. Fuglinn heldur sig á sjónum árið um kring, nema á vorin þegar hann sest upp í varplöndin sem helst er að finna á annesjum og eyjum vestan-norðan og austanlands. Í æðarvörpum hafa bændur og æðarfuglarnir þróað með sér náið samband, báðum til hagsbóta, byggt á gagnkvæmu trausti. Þetta aldalanga samlífi er uppspretta einstakrar og séríslenskrar þekkingar um dúnnytjar og má rekja heimildir um verndun æðarvarpa allt aftur til 13. aldar. Hraun á Skaga er nyrsti bær á Skaga í Skagafirði. Á Hrauni hefur verið verndað æðarvarp í meira en 100 ár og vor hvert verpa þar á bilinu 2000 til 3000 æðarfuglar.
The Common eider has for centuries been one of Iceland’s most important resource birds, valued for the down that loosens from the female’s chest during nesting and with which she lines her nest. Eiders lives at sea year-round, coming ashore only in spring to nest. They form colonies on headlands and islands along the west, north, and east coasts. Over time, farmers and eiders have developed a special partnership: the eiders nest in protected bird sanctuaries on the farmer's land, and the farmers collect the valuable down left behind in the nests. This centuries-old coexistence has fostered local expertise in eiderdown collection and processing. Records of eider colony protection date back to the 13th century. Hraun á Skaga is the northernmost farm on the Skagi Peninsula in Skagafjörður. For over a century, the family at Hraun has cared for the local eider colony, where 2000 to 3000 eiders nest each spring.